Við skötuhjúin skemmtum okkur alltaf jafn vel við að búa til afmæliskökurnar 😉
Í ár stóð valið á milli 2 atriða – ákvað að klára ruslabílinn.. maður veit aldrei hversu lengi það áhugamál endist 😉
Kakan sjálf er gerð úr tæplega 2 ofnplötum af “Súkkulaðiköku Latabæjar” og rúmlega 1 skammti af fondant (1 poki sykurpúðar + ca 1 pk flórsykur = 1skammtur) og ummm sennilega 2 skömmtum af smjörkremi – æj ég kláraði amk smjörkremið sem við bjuggum til sem “gras” við “veginn” þannig að það varð bara pínu lítið horn eftir ólitað *haha*
Oliver var alveg rosalega ánægður með ruslabílinn sinn eða eins og hann segir sjálfur “ggggggggrrrruslabíll” og auðvitað afmælisveisluna í heild sinni 🙂