Ég er ekki vön því að muna þá drauma sem mig dreymir á næturna en það kemur fyrir.
Nú um helgina dreymdi mig t.d. draum sem situr enn í mér, sem er dálítið sérstakt fyrir mig, kannski af því að þetta var skemmtilega gleðilegur draumur 🙂
Draumurinn var eitthvað á þessa leið…
Við Leifur erum að vesenast í að flytja pappa og e-ð drasl úr íbúðinni okkar og út í bíl, rekumst á vin okkar í bíslaginu sem virðist vera að ná í e-ð úr póstkassa (sem var skrítið þar sem hann býr ekki þarna). Við heilsumst og spurjum hvernig gangi hjá fjölskyldunni (konan hans þá ófrísk og komin á tíma, vel það) og hann tilkynnir okkur að konan sé komin af stað og þau séu eiginlega bara að “eyða” tímanum þar til tími sé kominn til að fara upp á spítala, svo fer hann bara og við Leifur höldum bara áfram okkar að því er virðist endalausa verki að færa pappa út í bíl.
Allt í einu heyri ég hellings læti úr kjallaraíbúðinni, sársaukaöskur og önnur læti og það eina sem kemst að hjá mér “nú jæja, þetta er komið svona langt…” og hugsunin nær ekki lengra þar sem ég heyri næst barnsgrátur 🙂
Enn höldum við Leifur áfram með pappann…
Sáum svo sjúkrabíl renna í hlað og sjúkrafluttningamennirnir fara inn í kjallaraíbúðina. Út koma svo þetta vinafólk okkar með sjúkrafluttningamönnunum ásamt litlu barni og tilkynna okkur að þeim hafi fæðst stór og stæðileg stúlka og vinkonan segir svo “Við erum alveg að herma eftir ykkur…”
Gaman að segja svo frá því að þessu vinafólki okkar fæddist myndarstelpa í gærkvöldi, stór og flott 🙂 og fyrir eiga þau dreng sem er jafngamall og Oliver var þegar Ása Júlía fæddist 🙂