Ég var aðeins að dúllerast í blurb í gærkvöldi. Erum hægt og bítandi að útbúa myndabók yfir þessa 9 mánuði sem við bjuggum í Danaveldi.
Vá hvað við vorum dugleg að taka myndir 😉 þyrfti eiginlega að koma þeim einhverstaðar á netið aftur bara til að geta gluggað í þær öðru hvoru, hvar sem er…
Ég sakna nú svolítið skógarins okkar. Myndirnar sem ég var að skoða í gærkvöldi voru allar teknar í janúar og febrúar þegar snjórinn var við völd og nýr heimur myndaðist þarna í skóginum okkar… þvílíkur ævintýraheimur sem snjórinn hafði myndað. Sérstaklega kannski þar sem þarna var svooo mikið af ósnertum snjó!
Inn á milli datt ég líka í Kanarí myndirnar okkar… þvílíkt notalegur tími og gott að losna úr öllum snjónum! Eurovision partý hjá Helga og Vallý, bara fyndið þar sem þetta var íslenska eurovision og útsendingin “streemuð” beint úr tölvu á Íslandi í tölvuna hans Helga og þaðan send í sjónvarpið þeirra – virkaði amk betur en að hafa kveikt á RÚVvefnum.
Annars þá fann ég líka aftur eina af mínum uppáhalds myndum… setti hana inn á Facebook í gærkvöldi en kemst auðvitað ekki þar inn núna til að ná í myndina. En þetta er mynd af sýki í Holte sem er með gróður alveg niður báðar hliðar og stundum sigla litlir bátar þar… þarna er reyndar enginn bátur en þoka sem skapar létta dulúð yfir myndina. Finnst hún algert ÆÐI! Vonandi kem ég til með að muna eftir henni þegar við förum í annað húsnæði og vantar e-ð á veggina…