Vífill frændi er einstaklega sniðugur frændi 🙂
Hann og Jónína konan hans hafa boðað til mjög svo sérstaks matarboðs árlega þar sem þau bjóða nánustu ættingjum í sviðalappir, svið og hangikjöt – íslenskt og þjóðlegt!!!!
Ég get ekki sagt að þessi matur sé e-ð sem heilli mig en mér finnst hinsvegar afskaplega gaman að mæta og hitta fólkið mitt sem ég hitti alltof sjaldan.
Heppilegt að þau hjónin búi svona miðsvæðis fyrir ættingjana… álíka “stutt” fyrir stórreykjavíkursvæðið og Ólsarana að mæta 🙂