Við mæðginin settum niður nokkur fræ eftir kryddjurtanámskeiðið… aðalega til að sjá hvort við gætum ekki komið upp nokkrum tómatplöntum (jájá ég veit, ég borða ekki tómata og Oliver er takmarkað hrifinn af þeim EN fæst etv til að borða þá frekar ef hann ræktar þá?).
Þetta er semsagt afraksturinn eftir tæpa viku… litlu greyjin eru reyndar orðin aðeins veglegri í dag og einnig farið að koma upp úr hinum 3 🙂
Ætla svo að reyna að koma mér í það um helgina að setja nokkur kryddjurtafræ í mold 🙂