Við skötuhjúin skelltum okkur í leikhús í síðustu viku. Fórum, ásamt nokkrum samstarfsmönnum Leifs, að sjá Lér Konung eftir Shakespeare. Verð að viðurkenna að þetta verk kom mér svolítið á óvart.
Var búin að undirbúa mig undir mun þyngra stykki en það var í raun og veru 🙂
Við skemmtum okkur mjög vel og þrátt fyrir að ég sé ekki neitt alltof hrifin af Arnari Jóns þá má hann alveg eiga það að hann átti alveg stórkostlegt kvöld þarna og sýndi góða takta.
Svona fyrir utan þá staðreynd að það er smá munur á að horfa á tæplega sjötugan herramann þvælast um á brókinni hluta sýningarinnar eða Atla Rafn sem er tæplega fertugur 😀