SFR er með námskeið sem kallast Gott að vita og þar eru nokkur sniðug námskeið í boði yfir vetrartímann 🙂
Ég hef nýtt mér t.d. ljósmyndanámskeið þar sem Pálmi Guðmundsson sem er með ljósmyndari.is fer í grunninn á því hvernig stillingarnar á myndavélunum virka og þessháttar.
Einnig hef ég farið á námskeið sem heitir “Lærðu að prjóna lopapeysu” sem Hulda Hákonardóttir frá Ístex leiðbeindi okkur í lopapeysuprjóni 🙂
Í gær skellti ég mér svo á Kryddjurtanámskeið sem Auður I. Ottesen frá Rit.is sem gefur út m.a. tímaritið Sumarhúsið og garðurinn.
Þetta var mjög fróðlegt og fullt af góðum ábendingum sem koma sér vonandi vel á komandi vori 🙂
ég er skráð svo á annað námskeið/fyrirlestur í næstuviku með Eddu Björgvins sem heitir því skemmtilega nafni: Eiturefnaúrgangsruslaskrímsli….
Ég er búin að fara á fyrirlesturinn með Eddu og ég fór heim með harðsperrur í maganum af hlátri. Hún er ótrúlega fyndin!
Skemmtu þér bara vel.