ég tók upp á því nýlega að taka “kláraæði”.
Var eitthvað að gramsa í útsaumsdótinu mínu þar sem ýmsislegt leynist og fann þar 1 stykki sem ég skil ekki alveg hversvegna ég var ekki búin að klára.. bara örfá spor eftir! jú og að kaupa nokkur “charms” sem ég skellti mér reyndar í í dag 🙂 Þannig að ég er búin að sauma stykkið sjálft en bíð núna bara eftir því að fá hitt dótið sent og þá hefjast fyrir alvöru vangaveltur um hvað ég eigi nú að gera úr þessu stykki!
Næsta kláriæði mætti í gærkvöldi, ég kláraði að prjóna mér risadjúsí”hringtrefil”. Hann er ekkert smá kósí og ekki skemmdi það gleðina að vera með hann í morgun í kuldanum.
GAP-tastic cowl (Ravelry linkur)
garn: Viking Balder
prjónar: 9mm
Þegar ég var búin með Cowl-ið þá rak ég augun í lopapeysuna sem ég er fyrir LÖNGU búin að klára að prjóna, sauma, klippa og kaupa rennilásinn í fyrir Ásu Júlíu. Ég var meiraðsegja fyrir LÖNGU búin að títa rennilásinn að mestu niður. Þannig að ég ákvað að slá til og prufa að sauma rennilásinn í í nýju fínu saumavélinni sem Leifur gaf mér í jólagjöf 🙂
Lopapeysa á Ásu Júlíu (Ravelry linkur)
uppskr: ÍSTEX barna hettupeysa
garn: Plötulopi (2faldur).
prjónar: 3,5mm og 4.5mm
Til að toppa kvöldið alveg fann ég líka Bring-it-on babyblanket teppið sem ég er líka LÖNGU búin með en átti alltaf eftir að klára að fela enda á… enda lá ekkert á því þar sem ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætlaði mér að gera við það *Haha*
Bring it on babyblanket (Ravelry linkur)
Uppskrift: Pickles.no
Garn: Kambgarn
prjónar: 5mm
Núna get ég varla beðið eftir að fá Charms-in í hendurnar til að geta klárað myndina mína. Hef reyndar ekki saumað neitt í lengri tíma en er núna búin að taka upp java og nokkra þræði og það minnir mig á! ég þarf að panta javann í myndina hennar Ásu Júlíu *Haha*
Annars getur Oliver varla beðið, ég ætla nefnilega að prjóna eins peysu á hann og ég gerði á Ásu Júlíu og hann er alltaf að spurja mig hvort ég ætli nú ekki að fara að gera hans peysu. Er að vinna í peysu á Leif í augnablikinu… Samt fínt að vera með mörg verkefni í takinu – stundum fínt að geta skipt á milli garntegunda eða handavinnutegundna.
Fav.listinn á Ravelry styttist reyndar ekki neitt, hvað þá að tíminn sem ég hef aukalega aukist. Ég er komin með næstu verkefni á bið og leyfi mér stundum að nota “kaffitímann” minn í að skoða útfærslur á hinni eða þessari hugmyndinni á netinu… *dæs* hversvegna eru ekki fleiri klst í sólarhringnum ?
Til hamingju með allt klárið. Það er eitthvað við byrjun árs sem fær mann til að langa að ganga frá lausum endum, ef svo má að orði komast.
Ertu skráð í Garnaflækjuna? Við erum einmitt að styðja hvora aðra til að klára á nýja árinu 🙂
groups.yahoo.com/group/garnaflaekja
mbk
jújú ég er í garnaflækjunni – er bara ekki nógu virk í póstsendingum á hana né reyndar allt í kross.
Munar heilmikið um hvatninguna. Ég er núna að bíða eftir að fá sendingarnar með charms og javann í mynd handa dótturinni, hlakka til að klára þetta 2 og svo er bara spurningin hvernig ég klára 12 blessings of christmas 😉
ég er líka með svona eftiraðklárahrúgu og hún bara stækkar…. en hvað er trefillinn langur hjá þér? ég er að prjóna líka svona en ég geri hann aðeins öðruvísi
hmpf ég fékk ekki tilkynningu um þetta komment þitt Ása…
– trefillinn er 140cm eins og þú reyndar nú þegar veist 😉
og ég elska að minnka hrúguna… núna er ég búin að fá charmsdótið sem mig vantaði fyrir myndina þannig að næsta skref er bara að ákveða hvað ég ætla að gera við hana 🙂