alltaf kemst maður að einhverju nýju…
Í byrjun desember tók ég eftir því að ég bólgnaði upp í hálsinum eftir að hafa fengið mér smá herslihnetukurl út í morgunbooztið mitt. Það var það eina sem var ekki vanalega útí drykknum. Ég fékk mér svo aftur stuttu seinna herslihnetu úr hnetublöndu og fann strax svona svipuð einkenni myndast. Ákvað þá að sleppa því bara að fá mér svona hnetur aftur þar til ég væri búin að hitta ofnæmislækninn minn, fékk reyndar ekki tíma hjá henni fyrr en núna 13.janúar.
Byrjaði á því að segja henni söguna mína og það fyrsta sem hún sagði við mig var “já, mér finnst þetta ekki skrítið, þú ert með birkiofnæmi og það er bein krosssvörun þar á milli! Hvernig er með epli? geturðu borðað þau án einkenna?” – sem ég reyndar get. Þvínæst gerði hún svona “pikk”próf fyrir nokkrum matartegundum og það eina sem kom þar með skýra svörun eftir ca 2mín voru auðvitað Herslihnetur *dæs*
Þannig að staðan í dag er því þannig að ég er komin með bráðaofnæmi fyrir herslihnetum og þarf því að passa mig á þeim þar sem ofnæmið birtist í öndunarfærunum *woohoo* á 1stk lyfseðil í apótekinu fyrir epipenna, einhverjum sterum og nýrri tegund af ofnæmistöflum sem ég má nota á móti þeim gömlu. Einnig er ég með vona fínt blað til pabba þar sem fram kemur að ég eigi að fá Medical Alert armband – þarf bara að velja mér týpu og láta pabba fá blaðið til að fara með niðrí Lions (þar sem pabbi jú sér um að grafa á þessi stórkostlegu armbönd).
Ég er bara alltaf að verða gallaðri og gallaðri með hverju árinu sem líður.
Ég fann inni á heimasíðu Astma og ofnæmissamtakanna mjög fínan lista þar sem talið er upp allskonar fæðutegundir sem geta komið fram sem ofnæmi ef maður er með birki eða grasofnæmi. Þannig að fyrst ég er farin að fá svörun við herslihnetum þá þarf ég víst að passa mig á þeim tegundum líka.
Birkifrjóofnæmi: Grasfrjóofnæmi:
Heslihnetur Baunir
Epli Grænar baunir
Möndlur Linsubaunir
Kartöflur Appelsínur
Kíwí Melónur
Tómatar
Gulrætur
Valhnetur
Parahnetur
Perur
Kirsuber
Ferskjur
Hressandi ! Verst að það sé ekki hægt að laga þennan galla með aðgerð ! Það virkaði nefninlega fyrir mig 🙂
Já það væri voða ljúft ef hægt væri að láta laga sig á þann máta en oh well.. maður lærir að lifa með þessu 🙂