Ég fór á námskeið í sykurmassagerð & föndri í gærkvöldi með nokkrum vinkonum mínum (Sara + mágkona, Svava, Krúsa,Ingibjörg).
Þetta kom aðeins á óvart en var bara skemmtilegt 🙂 allstaðar sem ég hafði lesið um þennan blessaða massa/fondant var talað um að maður ætti að nota ákveðnategund af feiti (palminfeiti) sem er ekkert annað en steikingarfeiti en stelpan sem var með þetta námskeið notaði bara pínu lítið af matarolíu í skálina sem hún notaði til að bræða sykurpúðana í og kalt vatn til að “skafa af” hræruskeiðinni á milli… ekkert á borðið eða neitt 🙂
Hún var búin að útbúa botna í 1 stóra sýningarköku þar sem hún setti massann á sem hún bjó til fyrir okkur og 6 litlar kökur fyrir okkur sem við settum á massa sem hún var búin að gera einhverju áður og auðvitað smjörkrem! meirað segja svo öflug að hún var með 2 tegundir, súkkulaðikrem og “venjulegt” 🙂
Verð að viðurkenna að mér finnst mun geðslegra að vinna með hennar týpu af massa heldur en þetta palmíngums því að eins og hún sýndi okkur þá var bara nóg að vera með flórsykurinn á lofti um leið og massinn varð “of blautur” og farinn að klístrast.
Hún talaði reyndar um að týpan hennar væri yfirleitt kölluð “wedding fondant” eða e-ð þannig þar sem hann er ekki svona “háglans” eins og palmín massinn verður 🙂 en það er víst mjög einföld leið til að láta hann glansa og það er nú bara að taka pensil og matarolíu, bara passa að pensla nokkrum klst áður en kakan er borin á borð til að olían nái aðeins að þorna.
Annars þá kom hún líka með fáránlega rökrétta punkta… auðvitað er auðveldara að bera krem á kökur þegar hún er velköld og fryst nýbökuð… maður þarf auðvitað ekki að gera þetta allt samdægurs eins og manni er svo eitthvað tamt fyrir afmælin.
Þetta var mjög vel heppnað og bara skemmtilegt kvöld 🙂 Fórum auðvitað allar heim með krúttlegu litlu fondantkökurnar okkar 🙂
Set inn myndir um leið og ég er búin að tæma myndavélina 🙂
Fleiri myndir eru svo hér