Betra seint en aldrei!!
Janúar:
- Við skötuhjúin fögnuðum 6 ára sambandsafmæli.
- Héldum spilakvöld með Önnsku ofl.
- Þrettándabrenna á Ægissíðu með Gunnari & Hrafni Inga
- Fórum á framhaldsnámskeið í UBsundi með Ásu Júlíu.
- Skúli afi átti afmæli.
- Sáum, okkur til mikillar gleði að ógeðsbílinn sem einhver af H16 átti var lagaður, þrifinn og komið í gang.
- Lappaveisla í Borgarnesi hjá Jónínu og Vífli – þótt maturinn sé ekki beint upp á marga fiska þá er félagsskapurinn alveg tiptop!
- Ég skellti mér á “námskeið” ásamt fullt af öðrum ágústmömmum til Ebbu Guðnýjar sem gaf út bókina “Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?” margt fróðlegt sem kom fram á því námskeið og annað sem mér fannst svolítið spes 🙂
- Fannar frændi og Rán opinberuðu að von væri á erfingja nr 3 í ágúst
- Við turtildúfurnar skelltum okkur í smá dekur í Laugum – bara næs 🙂
Febrúar:
-
Við Oliver fórum á Aprílkrílahitting í Smáralindinni. Bara gaman að sjá alla krakkana aftur og líka hversu mörg þeirra eru orðin eða að verða stóru systkini.
-
Guðmunda frænka hélt stelpupartý til að fagna því að hafa klárað bókarann úr HR.
-
Ása Júlía byrjaði að borða grauta og hinar ýmsu grænmetisblöndur sem ég tilraunaðist með.
-
Sigurborg & Tobbi héldu spilakvöld í Einarsnesinu, Alias var tekið með trompi og unnu auðvitað tengdabörnin systkinin 😉
-
Eva Hlín & Freyr tilkynntu að von væri á erfingja í september.
-
Bolludagur, Sprengidagur, Öskudagur – Oliver klæddi sig upp sem ljón
-
Hrafn Ingi fagnaði 4 ára afmælinu sínu.
-
og Tobbi átti líka afmæli.
-
Fórum með Ásu Júlíu í fyrstu alvöru snjóþotuferðina sína… henni fannst þetta frekar skrítið fyrirbæri.
-
Feðgarnir bjuggu til þetta líka fína snjóhús í garðinum hjá mömmu og pabba. Oliver var ekkert lítið sáttur við það.
Mars:
-
Ég prjónaði minn fyrsta og enn semkomið er eina bangsa sem sonurinn gaf hið frumlega nafn “Rauði bangsi” 🙂
-
Skelltum okkur til Ólafsvíkur til að fagna 75 ára afmæli Bjargar frænku með henni og öllum hinum í stórfjölskyldunni í félagsheimilinu Klifi.
-
Leifur fór á spilakvöld/strákakvöld heima hjá Jökli ásamt nokkrum góðum félögum.
-
Valur Örn frændi fermdist og hélt svaka partý í þjónustumiðstöðinni í Munaðarnesi.
-
Eldgos hófst við Fimmvörðuháls.
-
Leifur fór ásamt foreldrum sínum, systkinum og mökum þeirra í bíltúr austur fyrir fjall
-
Við fjölskyldan skelltum okkur í bíltúr seinni part dags austur í Fljótshlíð og fylgdumst með gosinu úr góðri fjarlægð. Oliver talar enn um eldinn í fjallinu.
-
Ég byrjaði pöntunarferlið í dýraperlunum fyrir Prjónamerkin
-
Leifur, Gunnar, Þór Steinar, Elías, Hallvarður og einhverjir fleiri vinir og kunningjar þeirra bræðra gengu Fimmvörðuhálsinn til að komast að Eldgosinu.
-
Pabbi náði því að verða löggiltur eldriborgari.
-
og Sigurborg tók forskot á sæluna og hélt upp á 24 ára afmælið sitt!
Apríl:
-
Sigurborg átti afmæli.
-
Páskarnir!
-
Páskaeggjaleit í Álfheimunum
-
Sumardagurinn fyrsti
-
Leikhús: Oliver Twist með mömmu & Pabba
-
Leikhús: Hellisbúinn með Leifi
-
Gunnar & Eva Mjöll tilkynntu fjölgun um mánaðarmótin nóv/des
-
Oliver fór í fyrstu herraklippinguna sína á hárgreiðslustofu
-
og Ása Júlía byrjar að fikra sig nær þvi að ganga (ss Byrjar að standa upp :-))
Maí:
-
Olli polli fagnaði 3 ára afmælinu sínu og fékk glæsilega lestarafmælisköku í tilefni af því
-
Við gerðum matjurtagarðinn á Framnesveginum klárann fyrir kartöflur, radísur, spínat, brokkolí og gulrætur.
-
Fengum heim nokkrar jarðaberjaplöntur sem við settum í lítið ker úti á svölum.
-
Göngutúr í Heiðmörk
-
Hjólatúr
-
Ásta frænka og Linda komu frá Texas
-
Inga amma átti afmæli
-
og við mæðginin skelltum okkur í heimsókn að Grjóteyri með Austurborg.
Júní:
-
Jóhanna amma átti afmæli 🙂
-
æskuvinkonurnar áttu skemmtilegan óvissudag þar sem var meðal annars myndataka og ratleikur í gangi.
-
Fjölskyldudagur HNIT var reyndar í gangi sama dag.
-
Sumarfríið var planað.
-
Fór á hekl námskeið með Evu Hlín
-
Leifur fagnaði afmælinu sínu.
-
Þjóðhátíðardagurinn var haldinn hátíðlegur (engin eyrnabólga þetta árið!!)
-
Ýmislegt brallað með Ástu & Lindu áður en þær héldu heimá leið til Texas.
-
Oliver fylgdist vel með gangi mála í matjurtagarðinum á Framnesveginum.
-
Ása Júlía tók fyrsta skrefið á svölunum í Álfheimunum.
Júlí:
-
Við byrjuðum bæði í sumarfríi þann 1.júli og skelltum okkur beinustuleið til Portúgal þar sem við dvöldum næstu 2 vikurnar.
-
Leigðum okkur m.a. bílaleigubíl og flökkuðum aðeins um seinni helgina sem við vorum þarna.
-
Ása Júlía fékk 3 tennur á meðan við vorum í Portúgal.
-
Oliver náði sér í 1stk hlaupabólu og tvísýnt varð hvort við kæmumst heim á áætluðum tíma en það hafðist 🙂
-
Oliver fékk reyndar sýkingu í það sem við töldum vera hlaupabólu en reyndist vera flís eða eitthvað annað að mati læknis og fengum skömm í hattinn frá hjúkkunni fyrir að koma með barnið á heilsugæsluna með “virka” hlaupabólu *piff*
-
Við fórum því næst í sumarbústað í Svignaskarði ásamt SVIK og dvöldum þar í viku.
-
Gunnar, Eva & Hrafn Ingi voru líka hluta tímanns, sömuleiðis Sigurborg og Tobbi og að lokum komu Sigurborg langamma, Guðrún, Viðar og Halldóra eina kvöldstund.
-
Keyrðum um Snæfellsnesið í dásamlegu veðri, stoppuðum m.a. við kindakofann hans Afa í Ólafsvíkinni þar sem við fundum gommu og glás af krækiberjum sem voru orðin vel þroskuð og góð (og NB þetta er í lok júlí).
-
Skoðuðum okkur líka aðeins um í Hólminum
-
Skrefatalning hjá Ásu Júlíu hófst og alveg í blálok mánaðarins byrjaði hún að ganga
-
Sverrir og Iðunn tilkynntu viðbót í örtstækkandi barnahóp vinahópsins
-
Uppskeran er öll að koma til á Framnesveginum og við byrjuð að gæða okkur á nýjum flottum gulrótum
-
Fjölskyldan skellti sér svo aftur í smá berjamó ekki svo langt frá Nesavöllum.
Ágúst:
-
Við vorum ósköp róleg og héldum okkur heimavið um verslunarmannahelgina
-
Brunuðum hinsvegar af stað á Dalvík helgina eftir 🙂
-
Heimsóttum þar læknishjúin þau Sigurborgu & Tobba og vorum hjá þeim Fiskidaginn mikla ásamt Gunnari, Evu Mjöll og Hrafni Inga.
-
Allskonar fiskur/fiskmeti smakkaður og skoðaður
-
Handverkshátíðin í Hrafnagili var skoðuð og sömuleiðis Jólahúsið
-
Ég fagnaði afmælinu mínu
-
Sigurborg langamma fagnaði sínu
-
og Ása Júlía sínu fyrsta með skemmtilegri bangsaköku 🙂
-
Ása Júlía hætti á brjósti stuttu eftir 1 árs afmælið sitt.
-
þarna inn á milli bættust 2 sætar litlar frænkur í hópinn (Ísey Fannarsdóttir og Natalía Rún Helgu Hrundardóttir).
-
Rútínan byrjaði fyrir alvöru og Oliver fluttist upp um deild á leikskólanum og er nú á Ólátagarði.
-
Leifur (og fleiri) hjálpaði Gunnari við pallasmíð í Hólmvaðinu, úr varð annsi myndarlegur pallur sem verður velnýttur á komandi sumrum…
-
Menningarnótt var skoðuð
-
Krúserbílarnir einnig
-
og við kynntum okkur dagskránna í Borgarleikhúsinu fyrir komandi leikár
-
Stríddum Stebba frænda aðeins, ekki má sleppa því þegar maður sér frændann aðeins á nokkurra ára fresti!
-
enn bættist í uppskeruna á Framnesveginum *nammi*
September:
-
Ása Júlía náði einhvernvegin að pota í augað á mér og mánuðurinn leið í hálfgerðri móðu og augnlæknaheimsóknum.
-
Við fórum í göngutúr með berjatwist í kringum Vífilstaðavatn 🙂 Oliver er farinn að vera annsi naskur á að finna ber hvert sem hann fer.
-
Eva Mjöll fagnaði afmæli
-
Leifur og Oliver fóru í berja/sveppamó með SVIK, Sigurborgu, Tobba, Gunnari, Evu Mjöll og Hrafni Inga.
-
Eva Hlín & Freyr eignuðust yndislegan dreng (Ísak Hrafn).
-
dreif mig í ræktina kl 6 á morgnana 3x í viku (og hélt það út í 3 mánuði!! eða þar til þessi vibba asthma flensa tók yfir sem ég er enn að berjast við) – óboj!
-
fór í enn eina ó svo skemmtilegu speglunina *bjakk* og fékk að vita að allt væri eins og vanalega og hellst af öllu vildi dr-inn minn senda mig í aðgerð.
-
Við sultuðum í fyrsta sinn (eða hlaupuðumst) og erum því núna vel birg af krækiberjahlaupi.
-
Fengum góða gesti í mat 2 kvöld í röð 🙂
-
Maggi og Elsa opinberuðu að von væri á erfingja nr 2
-
og Jökull og Inga eiga von á erfingja á sama tíma! vægt til orða tekið að börnum í vinahópnum fari fjölgandi 🙂
-
prufaði Spinning í fyrsta sinn.. not my thing.. verð ég að segja…
-
Skelltum okkur til Vestmannaeyja í haustferð Heilsugæslunnar – bara gaman, þrátt fyrir rok og rigningu!
Október:
-
Ása Júlía nælir sér í ljóta gubbupest sem varir í 4 sólarhringa.
-
Leifur & Oliver skella sér í Landmannalaugar með starfsmannafélagi HNIT, þar sem Oliver labbar ásamt pabba sínum “byrjunina” á Laugarveginum og heillar þar með samstarfsmenn Leifs upp úr skónum.
-
Oliver & Hrafn Ingi fara í haustferð ISOR með ömmu og afa
-
Bangsaspítalinn heimsóttur
-
Oliver skellti sér í sumarbústað með Ömmu, Afa og Hrafni Inga yfir nótt.
-
Mótmæli við Alþingi byrja á ný
-
Oliver byrjar á sundnámskeiði í Sundskóla Sóleyjar
Nóvember:
-
skelltum okkur í bíó á mynd sem við höfðum fylgst með upptökum á þegar við vorum í LA haustið ’08 🙂
-
Leikhús: Buddy Holly með æskuvinkonunum.
-
Leifur & Gunnar hefja hinn mikla LEGOþvott í Álfheimum.
-
Ása Júlía & Oliver skoðuðu snjóinn náið við mismikinn fögnuð.
-
Ása Júlía fer í sína fyrstu næturgistingu hjá ömmu og afa í Álfheimum
-
Skellti mér á “skreytingarnámskeið” í Blómaval ásamt Lilju vinkonu.
-
Gunnar bróðir fagnaði afmælinu sínu með pizzuveislu & konfekti
-
Byrjuðum á að steypa jólakonfektið frekar snemma í ár
-
Smá viðtal birtist í Jólablaði Morgunblaðsins við okkur skötuhjúin í tengslum við uppskriftarvefinn og konfektgerð.
-
HNIT bauð í svaka afmælisboð í tilefni 40 ára afmælis stofunnar.
-
Jólaboð til Hauks yfirmanns Leifs og fjölsk.
-
Oliver hefur fjöldaframleiðslu á perludóti.
-
Eva Hlín & Freyr skíra litla drenginn sinn daginn fyrir fyrsta í aðventu og fékk hann nafnið Ísak Hrafn.
-
Aðventukransinn var vafinn að vanda.
Desember:
-
Mánuðurinn hefst á því að Hrafn Ingi fær inn frábæra titil Stóri Bróðir! – Gunnar og Eva Mjöll eignast annan dreng þann 1.des.
-
Við dúllum okkur áfram í konfektgerð, hinar ýmsu týpur eru hrisstar fram úr erminni.
-
Leifur fær að heyra stöðugar kvartanir um konfektleysi í vinnunni…
-
Oliver & Hrafn Ingi plata pabba sína til að fara í heimsókn í Ölgerðina á “degi Iðnaðarins” og skoða þar hina ýmsu króka og kima.
-
leyndir hæfileikar Ásu Júlíu með litla lego kubba koma í ljós þegar Legó góssið er farið að taka stöðugt meira pláss…
-
litlu jól æskuvinkvennanna
-
Mömmukaffi heimsótt 🙂
-
Jólabókaflóð Blurb 😉
-
Jólahlaðborð Heilsugæslunnar þar sem Gordjöss Páls Óskars var sett í nýjan búning.
-
Laufabrauðsgerð í Álfheimum
-
Jólakvefið byrjar (og stendur enn yfir).
-
Jólahádegi á Heilsugæslunni þar sem konfekt var mitt framlag.
-
Þorláksmessukaffi hjá Sigurborgu langömmu
-
Þorláksmessurölt á Laugarveginum
-
Jólin.
-
Jólaböll.
-
Jólamatur.
-
Spilerí.
-
Skírn á gamlársdag þar sem litlibróðir fékk nafnið Sigmar Kári.
-
Gamlárskvöldi eytt með þeim sem okkur standa næst.
Gleðilegt ár allir!
(það vantar þarna inní örfáarmyndir í lokin, bæti úr því við fyrsta tækifæri)
Takk fyrir þetta Dagný. Við verðum að bæta við einni bústaðaferð þetta árið, minnir að árið 2010 hafi klikkað !
Ohh það er svo gaman að renna yfir svona annála, ótrúlega viðburðaríkt ár 🙂