Við litla fjölskyldan erum búin að eiga alveg ágætis jól… eini mínusinn er slappleiki móðurinnar sem er alveg búin að fá nóg af þessu kvefi/hósta sem búið er að sitja sem fastast í rúmar 2 vikur með einstaka hitatoppum? eins furðulegt og það nú er.
Annars þá eyddum við jólunum með báðum ömmu og afasettunum eins og fyrri ár. Þ.e. við byrjum á að fara til m&p í mat og fyrra pakkaholl og færum okkur svo yfir til tengdó í seinna pakkaholl og kaffi/smákökur 🙂
Oliver virðist hafa verið að fatta jólin fyrir alvöru núna þar sem hann var alveg á yfirsnúningi og síspurði hvenær hann mætti eiginlega opna pakkana??? svoo voru þeir rifnir upp á mettíma og eiginlega má segja að hann hafi helst viljað opna jólapakkana til allra í fjölskyldunni.
Segja má að þetta hafi verið fyrstu alvöru lego jólin hans Olivers þar sem hann fékk 4 stóra legópakka sem þurfti að vinna í að setja saman 🙂
Ása Júlía var ekki alveg að kveikja á öllum hamaganginum en spenntist samt þónokkuð upp bara afþví að stóri bró var svo spenntur.
Við fórum í árlegt Þorláksmessukaffi til Sigurborgar ömmu á Þorlák og hittum þar alla fjölskylduna – þar var tekin mynd af öllum langömmubörnunum 6 en klaufarnir við vorum ekki með myndavélina þannig að við þurfum að betla eintak af einhverjum hinna 🙂
Eftir Þorlákspizzuna fórum við svo einn Laugara með krakkana sem Oliver þótti frekar skrítið… að fá að vera úti og komin svona mikil nótt!!
Gleðileg jól allir – vonandi áttuð þið yndisleg jól og næsti pistill hér verður væntanlega hinn árlegi annáll 🙂