jæja, veislan hans afa var í gærkveldi… svakalega góð stemning í öllum og allir í stuði.
Boðið var uppá alveg frábæra rjómalagaðaaspassúpu & svo lambakjöt með fullt af meðlæti í aðalrétt *namminamm* svo voru þær systur & tengdadóttirin ( og fleiri ) búnar að safna saman hinum ýmsu kökum og gotteríi í eftirrétt… ég efa það stórlega að einhver hafi farið þaðan út ómettur… þetta var allt svo æðislega gott!!! og gaman að sjá alla komna saman. Afi er greinilega mjög ríkur maður 🙂 ég veit það að bara afkomendur afa & ömmu eru tæplega 40 eða hvort við erum 39 með bumbunni hjá Rán & Fannari… æj þetta var æðislegt kvöld og svo æðislegt að fá alla svona saman þótt auðvitað hafi vantað slatta í hópinn eins og er alltaf.. en Björg systir ömmu kom og svotil allt hennar fólk þannig að þar voru um 30 manns mér skilst að það hafi 60 mætt á svæðið með mökum og alveg niðrí litla nafnann hans afa sem er rétt orðinn 1árs…
það voru svo haldnar nokkrar ræður, m.a.
Vífill frændi,
Björg frænka mágkona afa,
Diddi frændi bróðursonur & svili afa,
Kolla eina tengdadóttirin
og Lára frænka…
og eflaust einhverjir fleiri ég bara er tóm í augnablikinu 😛
ég á svo eftir að senda inn myndirnar í galleryið mitt og þá verður sko fjör!!!