Ætlar greinilega alltaf að vera svolítið annasamur hjá okkur turtildúfunum…
Það er bara eitthvað svo margt sem raðast á þennan dag, eins og ég dag þá t.d.:
- Fór ég (reyndar bara ein) á handverksmarkað Ljóssins sem er alltaf fyrsta í aðventu 🙂
- Mætti fjölskyldan í aðventuboð hjá vinnufélaga Leifs
- Skelltum við okkur niður á Austurvöll þar sem við fylgdumst með þegar kveikt var á Oslóartrénu.. og horfðum á frekar slappa jólasveina en Oliver skemmti sér vel (sem skipti auðvitað öllu máli)
- Vöfðum við skötuhjúin 1 stk aðventukrans og henntum í 1 litla kertaskreytingu í leiðinni undir tónum Bing Crosby
Þetta er samt alltaf jafn yndislegur dagur þrátt fyrir hversu marga staði maður þarf að deila sér niður á 🙂
Hér er aðventukransinn okkar