Skrifað þriðjudaginn 23.nóvember:
úff púff…
Ég fékk tölvupóst fyrir tæpri viku frá blaðamanni á Mogganum, Maríu, þar talaði hún um að hafa fundið uppskriftabloggið okkar Leifs og verið að lesa konfektuppskriftirnar sem ég hef verið að sanka að mér (bætti slatta inn nýlega samt...) og vildi endilega fá mig/okkur í smá viðtal & myndatöku & nokkrar uppskriftir af konfekti sem við höfum verið að gera eða ætlum að gera fyrir þessi jólin.
Ég er svo innilega ekki mikið fyrir svona lagað en jafnframt á ég líka ó svo erfitt með að nota þetta 3 stafa orð sem er til í okkar tungumáli 🙂
Þannig að í Jólablaði moggans sem kemur út næstkomandi laugardag (27.nóv ’10) mun birtast smá viðtal við mig, nokkrar myndir af okkur fjölskyldunni að búa til Mozartkúlur og 4-5 konfektuppskriftir.
Myndirnar voru teknar síðasta fimmtudag (18.nóv) af Árna Sæberg sem er einn af snilldarljósmyndurum Mogganns (hann tók btw líka myndina sem birtist m.a. af okkur Ásu Júlíu í mogganum í fyrra þegar hópgjöfin var á Kaffitári í Borgartúninu).
Við höfum reyndar voðalega lítið verið að tala um þetta við fólkið okkar *hóst* þannig að fólk verður bara að afsaka það 🙂
Eftir hádegið í dag hringdi svo í mig hún María hjá mogganum og við spjölluðum í smá stund um konfekt, vefsíðuna og krakkana 🙂
Hlakka pínu til að sjá blaðið á laugardaginn *hóst*
Getur þú ekki sett þetta hérna inn fyrir okkur sem erum ekki áskrifenfur af mbl
ehemmm ég get gert það, þarf bara að setja upp ftp aðgangin minn inn á kjánaprikið til að geta sent pdf skrá hingað inn 🙂
Annars á mamma þín blaðið *heheeh*