það er endalaust gaman þegar tilraunastarfsemi heppnast vel. Enn skemmtilegra þegar hún heppnast svo vel að manni langar bara í meira.
Ég sá framá það í gærkvöldi að það væri ekkert í ísskápnum til að hafa með í nesti í dag þannig að smá svona tilraunastarfsemi var gerð í gærkvöldi…
kjúklingabringa, zuccini, sveppir, papríka, rauðlaukur og piripiri krydd + olía á pönnu, önnur papríka fræhreinsuð og svo var gumsinu skellt í papríkuhelmingana og inn í ofn í smá stund.. kælt, í nestisbox og smá cuscus í annað box… hitað upp í örranum áðan og vá þetta var bara svaka gott.. langar eiginlega bara að fara heim og ná mér í hinn hlutann og nei ekki afþví að ég er svöng, bara södd takk fyrir takk, heldur bara afþví að þetta var svo nammigott 🙂
alger spörning um að taka bara mynd af hinum hlutanum í kvöld og smella hérna með… hlakka bara til hádegisins á morgun .. eða hinn.. spurning hversu vel maður nær að treina þetta :-p