minnir mig bara á nafn á gellu í TLC, en ég er nú kannski ekki jafn furðuleg og hún var.
Aníhú ekki alveg það sem ég ætlaði að röfla um. Ég er að vandræðast með vinstra augað mitt. Fór til augnlæknis í dag og líka fyrir viku. Fyrir viku þá var mér sagt að litla fröken fix hefði náð með einstakri lagni að gera sár/blöðru á hornhimnuna þegar hún ætlaði að vera ó svo AAAAgóð við mömmu sína og fékk ég einhverja steraaugndropa til að setja í augað… skv augnlækninum þá þá hefðu þessir dropar átt að vera farnir að gefa greinilegan árangur á föstudeginum (ekki albatnað en árangur samt) en mér fannst þetta bara vera að versna ef það var þá eitthvað… þannig að í samráði við drinn ákvað ég að hætta að stera augað upp (það varð hvorteð er ekkert sterkara *hahahaaulahúmor*) nema að ég gat varla unnið í gær, sá barasta ekkert á pappírana sem ég var með í höndunum þannig að ég fékk að hitta einhvern annan augnlækni í dag. Hann skoðaði og skoðaði og litaði og eitthvað meira skemmtilegt og datt í sjálfu sér ekkert meira í hug en hinum augnlækninum í síðustu viku. Fyrir utan eitt… og það var að prufa að “lama” augað eða ég man ekki beint hvað hann sagði en “sjáaldrið” er fáránlega stórt núna og ég var vinsamlegast beðin um að tilkynna læknunum í vinnunni hvað augnlæknirinn hefði gert svo þau færu ekki að halda að ég væri með heilablæðingu eða eitthvað í þá ættina.
Það fyndna sem kom samt í ljós í þessum rannsóknum er að ég er víst með sjónskekkju á hægra auga… hef barasta aldrei tekið eftir því og aldrei fundið fyrir neinum vandræðum með það auga.
Kannski er ég bara svona vinstri sinnuð í sjón að vinstra augað er það “ríkjandi” og fyrst að ég er ekki með eðlilega sjón þar að þá gefi hægra augað sig? maður smyr sig!
Ég á víst að byrja aftur að stera upp augað og koma aftur eftir 3-4 vikur (auðvitað fyrr ef þetta verður verra).
Þetta er samt ergilegt!