… mér finnst svoo gaman að fá gesti 🙂
Tókum helgina með trompi og fengum gesti í mat bæði á lau og sun kvöld 🙂
Fyrst komu Jökull & Inga til okkar. Mölluðum svaka fínar tortillakökur með kjúklingi og fullt fullt af fersku grænmeti, sýrðum, osti og auðvitað salsa sósu… klikkaði á myndatöku af djúsímat samt… mmm er ferlega sátt við tilhugsunina að ég get tekið afgang með mér í lönsh í vikunni *jeij*
Við áttum í frystinum tertubotn sem varð “afgangs” eftir afmæliskökuna hennar Ásu Júlíu… og svo auðvitað afgang af fondant gumsinu líka! ákvað að smella þessu saman í furðufondantköku með stjörnum… sem NB var alveg toppurinn á tilverunni hjá syninum, STJÖRNUKAKA!
Mikið spjallað og etið þetta kvöld, yndislegt alveg hreint! takk fyrir komuna skötuhjú!
Í gærkvöldi vorum við með lasagnja og þar sem mér tekst alltaf að búa til ca 5faldan skammt fyrir okkur var tilvalið að hóa í Sigurborgu og Tobba þar sem þau þurftu hvorteð er að hitta á annaðhvort okkar til að yfirtaka Jeppann á ný eftir viku 2bila lúxus hjá okkur. Semsagt éta meira og meiri kaka (komissu út! svo við étum hana ekki bara ein). Elska svona Lasagnja sem í raun og veru er ekkert annað hjá mér en væn tiltekt í grænmetisskúffunni *hahah* allt smellt í blandarann til að búa til djúsí matarmikla sósu til að setja saman við kjötið 🙂 og ég ákvað að gera smá tilraun, hvítasósan er barasta fín með heihveiti í stað venjulegs hveitis !
Yndislegt alveg hreint…
Takk turtildúfur fyrir komuna í gær 🙂
næstu 2 helgar fara svo í smá vinnustaðaskrepp með báðum vinnunum okkar… þannig að það verða pottþéttar 2 færslur með ferðalagauppfærslum á næstunni *jeij*