þegar ég rankaði við mér rétt fyrir hádegið í gær leið mér eins og ég væri búin að sturta í mig nokkrum glösum af áfengi… not my thing snemma dags hvað þá í miðri viku…
Ég hafði mætt um 9 leitið upp í Mjódd til að láta pína mig soldið… og til að sleppa því að vera með meðvitund þessar örfáu mínútur sem þessi kvöl og pína tekur þá fæ ég alltaf góðan skammt af kæruleysislyfi. *jeij*
Allavegana þegar ég rumskaði þá leið mér einna helst eins og ég væri búin að drekka nokkur glös af hvítu eða einhverju álíka og auðvitað helaum í kokinu.
Spjallaði aðeins við lækninn minn og viti menn, þrátt fyrir að vera á 3földum skammti af lyfjum að þá eru samt hellings helling af bólgum og veseni sem þýðir eiginlega að hann vildi bara láta mig á aðgerðarlista *dæs* kemur í ljós, kemur allt saman í ljós. Miðað við fyrri upplýsingar sem ég fékk fyrst eftir að þetta aðgerðarstúss komst í tal að þá er víst ekkert sniðugt að fara í svona aðgerð áður en maður er ákveðinn í að vera búin í barneignapakkanum og tja ég er ekkert búin! Það er nefnilega alltaf möguleiki á því að meðgangan og eða fæðingin eyðileggi það sem “lagað” var í aðgerðinni. Æj ég ætla bara að bíða og sjá til… það er ekki eins og ég verði kölluð inn í aðgerð á morgun!