Það var haldinn húsfundur hérna í gamla Héðinshúsinu sl föstudag… þar voru mættir fulltrúar allra fyrirtækja í húsinu, allavegana þeim stigagangi sem við tilheyrum… þ.e. Fróði, Loftkastalinn, SRG & 10/11 (ehh man ekki eftir fleirum sem tilheyra okkar stigagangi) allavegana… eitt af fundarefnunum var hjólamál. Það er nefnilega ótrúlegur fjöldi sem mætir á reiðhjólum svona yfir sumartímann.. sem er reyndar bara hið fínasta mál… *dagnýgettothepoint* Þar sem búið er að gera anddyrið hjá okkur svona svakalega flott og fínt kom sú tillaga upp að hjólin yrðu framvegis geymd í portinu hérna á bakvið.. *flottmál*
Yfirmaðurinn minn er einn af þeim úber healty ppl sem mætir á hjóli í vinnuna og í dag ákvað hann að vera voðalega samviskusamur og vera fyrirmynd hinnna og setja hjólið sitt inn í port… *bestamál* nema svo þegar hann er að fara núna í hádeginu kemur í ljós að hjólið hans er HORFIÐ…