Það er eitthvað við það að baka pönnslur í kaffitímanum sem mér finnst ferlega sunnudags! ég er ekki alin upp við það að þær séu gerðar á neinum sérstökum tíma samt þannig að þetta er ekki eitthvað svona æskutengt.
Svo skemmdi það svo innilega ekki að eiga splunku nýtt krækiberjahlaup upp í skáp, já og líka rifsberjahlaup *nomnom* bara gott!
alveg delish! og þar sem sykurmagnið í uppskriftinni er nánast 0gr þá hafði ég svosem voðalega litla afsökun fyrir því að gefa ekki skottinu að smakka eina þura… en pjakkurinn held ég að hafi borðað alveg jafnt á við okkur foreldrana… spurning um að gera þetta oftar í vetur 🙂
Annars þá skruppum við aðeins í Mosó í gær, náðum í bláendann á markaðinn í Álafosskvosinni, tókum svo rúnt aðeins upp í Helgafellslandið til að láta okkur dreyma… Fyndið hvað við erum bæði sammála um það að við höfum litla sem enga löngun til að flytja í úthverfi Rvk en samt koma Mosó og Garðabær vel til greina í framtíðinni 😉
Í dag kíktum við í labbitúr alla leiðina niður í Borgarleikhús og kíktum aðeins inn á opna húsið hjá þeim. Allt troðið af fólki en Olli náði að sjá Skoppu og kúreka á sviðinu og svo sáum við töff dansatriði frá ÍD og atriði úr Gauragangi á Stóra Sviðinu.. nenntum eiginlega ekki meir þar sem það var allt svo troðið þarna :-/ Oliver var samt ferlega fyndinn í þessu Gauragangsatriði.. það voru bókstafir fljótandi um allt í bakgrunninum og allt í einu snýr Oliver sér við, ljómar þvílíkt í framan og segir
ég sá Sigurborgar staf!!!!
Oooo, frænkan bráðnar ALVEG við svona !!! :Þ
😉