Við skelltum okkur á Fiskidaginn mikla á Dalvík helgina 6-9 ágúst þar sem við áttum vísan aðgang að þessu líka fína stofugólfi hjá Sigurborgu & Tobba. Fullt af fólki (og að mér skildist átti ég að eiga þess kost að hitta fullt af ættingjum þarna en fann bara Vífil & Jónínu + krakkana og Öglu Rún! Hvar voru allir hinir??).
Við keyrðum af stað á fimmtudagskvöldið þar sem við náðum bæði að losa okkur úr vinnu á föstudeginum. Þetta passaði voða vel, krakkarnir voru sæmilega sáttir í bílnum í þessari langferð og við fengum að kynnast “are we there yet?” frá Oliver…
Sigurborg hafði ákveðið að vaka eftir okkur en Tobbi var á leið á vakt snemma morguninn eftir.
Á föstudeginum ákváðum við að skella okkur í bíltúr, fórum yfir á Ólafsfjörð þar sem Leifur var búinn að vera að vinna í einhverjum teikningum að nýju sundlauginni þar og var afskaplega forvitin um þau mál. Því næst ákváðum við að fara á Handverkssýninguna í Hrafnagilsskóla. Þar var allt TROÐIÐ af fólki en við náðum samt að skoða fullt og Ása Júlía náði auðvitað að heilla fullt af fólki upp úr skónum og græddi t.d. blöðru á því að vera eins mikið krútt og hún er 🙂 og var líka notuð sem skómódel fyrir eina sem var með æðislega gæruskó á svona stubbalinga. Kíktum líka inn í Jólahúsið sem Oliver fannst alveg stórmerkilegt að væri með NAMMI á þakinu og að jakki jólasveinsins væri á snúrunum fyrir utan!
Sigurborg mallaði æðislega fiskisúpu með fullt fullt af fiski og grænmeti í *nammigott* Við fengum okkur vel af henni ásamt tengdó, sem voru reyndar á leið í sumarbústað með vinahópnum sínum í Eyjafirði en stoppuðu hjá S&T á Dalvík á fös og kíktu auðvitað á aðal daginn líka á lau. Gunnar, Eva & Hrafn Ingi komu líka á föstudeginum og var stofan ein RISA flatsæng fyrir okkur 7. Þegar allir höfðu fengið sér smá fiskisúpu ala Sigurborg til að seðja sárasta hungrið héldum við af stað til að smakka súpur hjá nágrönnunum 😀 Við smökkuðum 3-4 teg af súpum í heildina sem voru mjög misgóðar til að segja sem minnst. Þetta var samt bara gaman og fínasta stemmning hjá öllum. Við gengum svo fram á tónleika í stað fiskisúpu þar sem Magni og félagi hans héldu uppi stuði. Ég gekk svo beint fram á Liv Ásu og fjölskyldu, eða réttarasagt ég sá Olgu Katrínu sem ég hef ekki séð í ár og öld og fannst hún svo afskaplega lík Liv að ég ákvað að fylgjast með því hvert hún færi og viti menn hún hljóp beint í fangið á Liv *haha* gaman að þessu.
Við fórum frekar snemma niðrí bæ og náðum stuttum röðum í það smakk sem okkur langaði í J Strákarnir náðu að sjá þyrluna fljúga í burtu (vorum ss ekki svo snemma *Haha*) og skoðuðu fiska og prufuðu að sjá hvernig þeir litu út sem kafbátur, hákarl, fiskar og e-ð fleira. Ása Júlía var í góðu yfirlæti í vagninum og lét fólksfjöldan ekkert trufla sig þegar kom að því að fá sér pínu lúr.
Við röltum þarna fram og aftur um svæðið og smökkuðum allskonar fiskmeti (létum þó vera að smakka bláskel og hráar rækjur *ík*).
Héldum heim aftur seinnipartinn í smá afslöppun… Röltum svo út aftur rúmlega 10 um kvöldið til að hitta á “brekkusönginn” og sjá flugeldasýninguna. Það var þarna sem þeir frændur Oliver & Hrafn Ingi fundu litla “heysátu” sem var eitt það skemmtilegasta sem þeir höfðu nokkurntíma komist í!! Myndirnar af þeim eru yndislegar. Fólki fannst þeir líka svooo sætir að sjá að fullt af ókunnugu fólki var bara í því að taka myndir af þeim *hehe* bara sætt! Ása Júlía hinsvegar sofnaði eiginlega um leið og við vorum komin á svæðið og steinsvaf í gegnum allt saman, m.a.s. þessa svakalega flottu flugeldasýningu sem var þarna. Ekki nein smá læti í kringum hana.
Við lögðum svo af stað rétt fyrir hádegi á sunnudeginum og vorum komin heim vel fyrir kvöldmat.
Takk takk fyrir okkur elsku Sigurborg & Tobbi!
Myndir koma fljótlega…