Við skelltum okkur í sumarbústað í síðustu viku ásamt tengdó í Svignaskarð. Reyndar mættu þau á föstudeginum og við á laugardeginum 🙂 Einnig voru Gunnar & Eva, Hrafn Ingi og Sigurborg & Tobbi á staðnum að einhverju leiti yfir helgina.
Þessi tími var vel nýttur enda mikið borðað, spjallað, hlegið og krækiberjalyngin í kringum bústaðin voru hreinsuð af 2 litlum guttum!!
Við fórum í bíltúr út á Snæfellsnesið á mánudeginum þar sem við stoppuðum aðeins í Hólminum, í fjörunni við Grundarfjörð og svo auðvitað örstopp í Ólafsvíkinni! Þar fundum við flottustu krækiberin til þessa í Krókabrekkunum við fjárhúsin hjá Olla afa. Risastór, safarík og sæt *nammi* Ása Júlía fékk auðvitað að smakka og fannst berin æðisleg – Oliver var gjörsamlega á beit í berjunum enda mikill berjakall (alveg sama hvað berin heita).
Á þriðjudeginum keyrðum við langleiðina inn að Langavatni en þar sem við erum ekki á neinum sérstökum fjallabíl komumst við ekki alla leið. Fórum bara aftur í berjamó í staðinn! En áður en við héldum af stað kíkti Ingvar í smá kaffi á leið sinni norður í land þar sem hann ætlaði sér sko EKKI að vera “heima” á deginum sínum.
Við vorum búin að ákveða að fara heim á miðvikudeginum en úr varð að við fórum ekki heim fyrr en þá um kvöldið þar sem Langamma, Guðrún Lovísa (eldri) & Viðar og Halldóra komu í mat í bústaðinn 🙂
Ferlega notalegt að fara svona út úr bænum í smá tíma þráttfyrir að vera nýkomin til landsins.
Myndirnar eru komnar inn á Flickr og eru undir Júlí albúminu.