þeir sem þekkja mig vita það svosem að ég drekk ekki kaffi… hef lítinn áhuga á kaffi yfir höfuð í rauninni EN dregst oft inn í samtöl sem tengjast kaffivélINNI í vinnunni minni… *woohoo* stuð…
Hér er einhver svaðalega fín vél sem mylur baunirnar fyrir mann og hægt er að velja um svona sterkt kaffi eða hinsegin og 1 bolla eða 2 (sem mér skilst reyndar að á venjulegu bollamáli tákni 1/2 bolla eða heilan), svo er hægt að fara í “skápinn” ef maður vill mildara kaffi *blah* skápakaffi! og auðvitað er hægt að flóa mjólk þarna eða fá “bara” soðið vatn. ANÍHÚ!
Að mínu mati er þessi vél algert vesen.. fyrir utan að læra á hana til að fá kaffi eins og hver og einn vill að þá þarf víst að setja hana reglulega í “sturtu” og svo eitthvað sjaldnar í “dekurbað” eins og við köllum sjálfhreinsunarstillingarnar á henni.
Hún hefur farið amk 1x á ári í viðgerð í þessi heilu 3 ár sem hún hefur verið til (hún var sko keypt þegar ég var ólétt af Oliver þannig að það er víst fast í kollinum á mér hversu lengi hún hefur verið hér). Hún fór m.a. í sína árlegu viðgerð núna fyrir helgi (skilst reyndar að hún hafi líka farið fyrir jól…) og kom víst alveg jafn “biluð” til baka og þegar hún fór *greyjið*
Þar sem ég er að vinna með fullt af læknum og hjúkrunarfræðingum voru þau svosem fljót að sjúkdómsgreina hana í morgun… hún er nefnilega með Áráttu Þráhyggjuröskun sem felst í því að hún vill stöðugt vera að fara í “sturtu” , þetta verður víst ekki lagað með uppáskrift að Zoloft eða áþekku lyfi heldur þarf að tækla þetta “the hard way” með því að neita henni um sturtuferðir og fær hún því aðeins að fara í dekurbað sem er ca 1x í viku…
Annars þá er víst raungreiningin sú að vélin er “heilabiluð” og þarf að fá nýjan heila…