Ég skellti mér á hekl námskeið hjá Eddu Lilju eða aka Snigla ásamt Evu Hlín vinkonu. Lítið og sætt 2x3t námskeið sem haldið var í Galleri Thors í Hafnarfirði.
Farið var í grunninn á hekli og fyrra kvöldið kenndi hún okkur að hekla vettling + blúndu á hann og fengum svo það heimaverkefni að gera húfu. Í kvöld var svo seinna skiptið og þá var farið í ýmsar tæknir í “skraut”hekli eins og mér finnst sniðugast að kalla það *haha* allskonar dúllur, blúndur og svoleiðis dúllerí 😉
Þetta var ferlega skemmtilegt og ég á pottþétt eftir að nýta mér eitthvað af þessu í framtíðinni… er mikið að spá í að hekla mér vettlinga í stíl við húfna *hehe* eða bara e-ð alveg nýtt *múhahah*
Set inn myndir af herlegheitunum þegar ég hef álpast til að klára að ganga frá endunum og “skreyta” húfuna mína 🙂