Um daginn þegar við vorum að hjálpa til í garðinum við Birtingaholtið tók ég alveg fullt fullt af jarðarberjaplöntum upp sem voru búnar að dreifa sér annsi vel út í eitt beðið á kartöflugarðinum. Við mamma gáfum Svövu vinkonu úr ágústbarnahópnum nokkrar sem og Evu Huld úr ágústbarnahópnum en enn voru þónokkuð margar plöntur eftir. Datt í hug að prufa að setja nokkrar í pott á svalirnar hjá mér og ath hvort þær myndu ná að dafna þar… verður svolítið spennandi að sjá hvort það verði einhver uppskera eða hreinlega hvort þær lifi þetta af 😛
Ég stalst líka til að kíkja á stöðuna undir dúknum í garðinum og viti menn.. þar er allt að gerast 🙂 fullt af “stráum” komin upp af gulrótum, rófum, radísum og spínati…