BSJ eða Baby Surprice Jacket eftir Elizabeth Zimmerman er skondin lítil flík sem hægt er að prjóna í ýmsum stærðum og gerðum… allt eftir því hvaða garn er notað og hvaða prjónastærð.
Minn BSJ er gerður úr gulu Nammi (sjá neðar í færslunni), afskaplega bjartur og fallegur gulur litur 🙂 Þetta er í fyrsta sinn sem ég prufa að gera þessa peysu og ég er ekki frá því að ég eigi eftir að gera hana aftur.
Þegar maður er að prjóna hana lítur þetta svo sannarlega ekki út fyrir að vera peysa sem er á prjónunum hjá manni… mjög ólögulegt stykki sem kemur út úr þessu.
Peysan er gerð úr garni sem kallast Nammi og er Einband sem er litað af Ragnheiði Eiríksdóttur hjá Knitting Iceland. Það vantaði rétt herslumuninn upp á að ég næði að klára peysuna úr “lítilli dokku” en síðustu 6 umferðirnar eru úr venjulegu hvítu einbandi frá Ístex. Á svo bara eftir að finna mér einhverjar sætar litlar tölur til að setja á jakkapeysuna og þá er komin hin fínasta sumargolla á Ásu Júlíu.
Hér eru ýmsir linkar sem eru sniðugir að hafa svona til hliðsjónar þegar þessi peysa er gerð:
BSJ á íslensku – glósur frá Röggu hjá Knitting Iceland
BSJ á Knit- Wiki (m.a. sýnt hvernig á að lengja ermar, bæta við kraga eða hettu og hvernig rendur koma út)
Þessi er búinn að setja umferðirnar upp í Excel skjali – mjög þægilegt að hafa svona hjálpargagn
BSJ á Ehow
og að lokum glósur á Ravelry 🙂 og myndir á Flickr
Ég er einmitt búin að gera nokkrar svona, byrjaði á nammi garninu en var ekki hrifin af því svo ég skipti yfir í annað mýkra og grófara 🙂