Ég er búin að vera að bæta mér upp leikhússnauðan vetur í þessari viku 🙂
Oliver Twist
Fór á Oliver Twist með mömmu og pabba um síðustu helgi. Flott sýning með fullt af efnilegum krökkum. Eggert Þorleifsson var ágætur í hlutverki Fagins en komst samt ekki nálægt Ladda sem var í því hlutverki síðast þegar ég sá þessa uppsetningu.
Sat reyndar framarlega upp á svölunum og átti stundum erfitt með að átta mig á hvaða leikari væri í þessu eða hinu hlutverkinu þar sem ég sá ekki framan í þá almennilega en það er bara svona þegar maður dregur það fram á síðustu stundu að fara á verk sem manni langar virkilega að sjá 🙂
Hellisbúinn
Við turtildúfurnar fórum svo á aukasýningu á Hellisbúanum í gærkvöldi og komum heim með strengi í hláturvöðvum líkamanns 🙂 Rákumst þarna á Evu & Frey og Lilju & Svönu og engin okkar vissi af hinni á sýningunni. Frekar fyndið 🙂 “Jói” á alveg hrós skilið fyrir sína túlkun á Hellisbúanum! Það er alveg á tæru!