Ég er búin að vera alltof lengi að prjóna lopapeysu á sjálfa mig… og hún er ENN í vinnslu. Var reyndar búin með hana en var svo ósátt við munstrið að ég rakti hana upp! er langt komin með munstrið aftur – þarf bara að koma mér í að klára hana! Þessi peysa er svona samsuða úr ýmsum uppskriftum… hlakka bara til að sjá hvernig endanlega útkoman verður þegar ég er búin að kaupa og setja rennilásinn í og svona 🙂 kem með betri skýrslu þegar hún er tilbúin.
Reyndar er ég búin að prjóna 2 kjóla á Ásu, báðir eftir sömu uppskrift sem mér finnst btw alger snilld! og langt komin með vesti á Olla sem er svona hálfgert bull, ætla að klára það í vikunni svo hann geti (vonandi) notað það um næstu helgi í afmælinu sínu 😉
Kjólarnir eru báðir tilbúnir til notkunar en eru reyndar líka báðir of stórir á hana *hehe* Þeir eru eftir uppskrift sem heitir “little Sisters Dress” og er frí uppskrift af Ravelry.
Þeir eru báðir í stærð 6mánaða en samt misstórir enda mism. garn í þeim *hehe*
Litle sisters dress stærð 6mán
prjónar nr 3
Kambgarn #0969
Little sisters dress stærð 6m
prjónar nr 3
garn: Mandarin Petit #5226 og #5338