ég datt í þá “grifju” í fyrra sumar að búa mér til nokkur prjónamerki úr vír og perlum.
Svo var það fyrir stuttu að einhver prjónagúrúinn á Facebook spurði “aðdáendurna” hvort einhverjir hefðu búið til svona merki… ég asnast til þess að játa því og sýndi einhverjar myndir…. það varð til þess að ég fór að skoða perlur á ebay af öllum stöðum og fann æðislega krúttlegar perlur í allskonar formum… sbr Kisur, froskar, maríubjöllur, sveppir og e-ð meira skemmtilegt.
Spurðist fyrir inni á handavinnuþræðinum á Barnalandi hvort það væri einhver áhugi fyrir svona “öðruvísi” merkjum og jújú ég fékk fullt af jákvæðum svörum… m.a.s. svo jákvæðum að ég ákvað að prufa að panta nokkrar perlur sem ég hef svo verið að dunda mér við að selja á Fésbókinni… já flestar af þessum sérstöku perlum eru farnar… á 1 sett eftir og það er reyndar ekki til sölu en á svo von á nokkrum til skemmtilegum perlum viðbótar og er að melta en fleiri sem ég er búin að finna.
Þetta er lúmskt gaman og ekki verra að fá svona jákvæð viðbrögð frá fólki þarna úti, yndislegt alveg hreint.