Hér er ágæt dæmisaga af ruglinu og paranojunni sem hafa einkennt viðbrögð yfirvalda frá upphafi goss. Tek það fram að þetta er skrifað af reyndum fjallaleiðsögumanni en ekki einhverjum vitleysingi.
Yfirvöld hafa ítrekað bannað ferðir vegna meintar hættu sem þeir geta ekki skilgreint og sem augljóslega byggir á misskilningi og vankunnáttu þeirra, sbr. þegar þeir lokuðu fyrir alla umferð um Fljótshlíð mörgum dögum eftir að ljóst var að enginn ís væri að bráða að ráði og því engin flóðahætta fyrir hendi. Ég held að það sé stórhættulegt þegar lögreglan hagar sér svona því þá hættir almenningur að treysta henni.
Hér er ég þó ekki að gera lítið úr hættunni á því að einhverjir vitleysingar fari sér að voða með glannaskap alveg upp við eldgosið. En það hjálpar ekkert ef fyrirmæli lögreglu eru svo augljóslega gefin af vanþekkingu að enginn treystir þeim.
Við löbbuðum nokkur skref upp á Sólheimajökul á skírdag og þegar við vorum á leiðinni niður sáum við að lögga var komin við hliðina á bílnum okkar.
Löggumaðurinn benti okkur á að við værum á hættuslóðum ef það kæmi flóð og fylgdi okkur eftir út af svæðinu sem kom þó ekki að sök þar sem við vorum hvort sem er á leiðinni í burtu.
Maður fann samt paranojuna sem var á svæðinu þarna á skírdagsmorgun. Inni á Skógum vorum við líka stoppuð og spurð hvort við værum á leiðinni á Fimmvörðuháls og sagt að það væri bannað þangað til annað kæmi í ljós.
Maður á kannski ekki að kvarta yfir því að vera stoppaður til að vara mann við.
kv.Setta