Við Oliver kíktum aðeins í RL seinnipartinn í gær. Tilgangur ferðarinnar var að láta gorminn velja sér garn… garn fyrir tæplega 3 ára gutta? já.. ég sá um daginn á bloggnum hennar Lindu svo yndislega sætan litinn bangsa sem mig langaði að prufa að gera og viti menn… hann var svo yndislega einfaldur 🙂
Oliver sem sagt valdi sér fallega rauða merino blend dk dokku og ég hófst handa þegar þau systkinin voru sofnuð í gærkvöldi… kláraði reyndar bara hausinn áður en ég fór sjálf að sofa en kláraði svo búkinn í dag 🙂 hann er ekkert smá sætur! Mér var samt tilkynnt það þegar ég var að klára að sauma annan fótinn á að þetta gengi nú ekki alveg sko! bangsinn var nefnilega með 2 augu og nef en ENGANN MUNN! drengnum fannst það víst ekki sniðugt *haha* því var nú snarlega kippt í lag.
Ég spurði Oliver svo að því áður en hann fór að sofa hvað bangsinn ætti að heita… svarið var ofur einfalt “Rauður” *hahaha*
Henri the knitted bear eftir Rachel Borello
prjónar: nr 4.5
garn: Merino blend dk – rauður nr 708
Meiri upplýsingar á Ravelry og fleiri myndir á Flickr