Ég sit hérna í sófanum með lopapeysuna sem ég er að vinna í og hlusta á danskan þátt á DR1 :danmork:
Minningaflóðið er búið að vera með mjög miklum öldugangi í kollinum á mér og hin ýmsu myndbrot detta í kollinn á mér. Ég er með vott af söknuði til þessa vetrar, nei ég lýg – hellings söknuður í gangi en ég myndi samt ekki vilja breyta þessum 4 árum sem bæst hafa í minningabankann hér á klakanum eða ungunum mínum 2 😉
Þetta var alveg frábær tími.. elska það að hafa prufað að búa úti þótt það hafi verið í svona stuttan tíma… og það að hafa haldið dagbók hér á blogginu þykir mér ótrúlega vænt um… Ég er búin að vera á leiðinni undanfarið ca ár að búa til svona “blurb” bók úr öllum myndunum sem við eigum frá þessum tíma sem við bjuggum að Vejledal 10, Holte 😉 Það mun gerast á endanum… ýti þessu bara á undan mér sökum fjölda mynda sem til eru *hahaha*