Sigurborg og Tobbi boðuðu til spilakvölds í Skerjafirðinum í gær. Spil kvöldsins var ekkert annað en Alias sem Tobba hafði áskotnast stuttu áður 😉
Liðin voru 2, ákveðið var að hafa það systkini vs makar þannig að liðaskiptin voru svona:
Leifur, Gunnar & Sigurborg VS Dagný, Eva & Tobbi
Við skemmtum okkur stórvel og merkilega náðist að stela stigum á milli liða nokkuð þrátt fyrir “persónulegar” lýsingar til þess að nálgast rétt orð. Dálítið sniðugt hvað maður á það til að tafsa um leið og það er komin tímapressa á mann en um leið og maður fer í “Þjófa”umferð að þá tekur maður góðan tíma í að koma sér að efninu 🙂 Kannski óþarfi að taka það fram en Makarnir náðu greinilega betur saman en systkinin 🙂 Tengdó fékk m.a.s. þau skilaboð að börnin væru öll orðin einstæð og synirnir orðnir að helgarpöbbum *Hahahah*
Takk fyrir kvöldið öll, við þurfum endilega að endurtaka þetta 😀