Undanfarin ár hafa Vífill frændi og Jónína frænka verið svo sniðug að bjóða ættingjunum í lappaveislu! Þá erum við afskaplega þjóðleg og á boðstólunum eru:
- sviðalappir (heitar og kaldar)
- svið
- rófustappa
- kartöflumús
- hangikjöt (fyrir þessa sem eru enn í “aðlögun” eða hreinlega hafa ekki í sér að borða þetta *haha*)
Ég viðurkenni það fúslega að mér þykir þetta allt annað en matur og fæ mér yfirleitt að borða áður en við leggjum af stað upp í Borgarnes 😆 😛 hinsvegar finnst mér þetta svo snilldar tilefni til að boða fjölskylduna saman að ég læt mig ekki vanta!
Í ár var blásið til veislunnar síðastliðinn laugardag og var barasta nokkuð góð mæting, myndavélin var hinsvegar ekki alveg að standa sig en það verður bara að hafa það og vera duglegri að ári 😉
Góður hópur hertók stofuna til þess að fylgjast með landsleiknum og var frekar gaman að fylgjast með hópnum í ham yfir leiknum. Ég lét mér þó nægja að sitja út í horni með frænkum mínum að ræða fáránlegar nafngiftir og hvernig hægt er að koma fólki í vandræði með óheppilegum nöfnum og orðasamböndum. Leifur talaði um að hann hefði fengið skrítna tilfinningu þegar leikurinn var að byrja eða réttara sagt þegar þjóðsöngurinn var spilaður og fólk í kringum hann að naga lappir og svið, fannst þetta frekar súrelískt og eiginlega OF þjóðlegt *hahaha*
Takk fyrir okkur Vífill & Jónína, hlakka til að koma aftur að ári!