Jólin hafa liðið annsi hratt í ár eða mér finnst það amk.
Við eyddum aðfangadagskvöldi hjá báðum foreldrasettunum, fyrri hluta kvölds hjá foreldrum mínum en þeim seinni hjá tengdó. Eins og “eðlilegt” er þá fengu börnin óhemju magn af pökkum. Oliver vissi ekkert hvernig hann átti að vera og vildi helst opna alla pakkana sjálfur, alveg sama hver átti pakkann. Ég efa það ekki að ein af uppáhalds gjöfunum hans hafi verið ruslabíllinn sem leyndist í pakknum frá Ásu Júlíu… enda er mikið búið að keyra þann bíl.
Jóladagur fór í spilamennsku í Á72 sem og hangikjöt á þeim bæ. Á annan í jólum var okkur ásamt foreldrum mínum svo boðið í mat þangað líka. Ekki leiðinlegt fyrir lítinn mann að hafa bæði settin hjá sér 🙂
Virkilega notaleg hátíð langt komin og áramótin bara handan við hornið 🙂