Við skötuhjúin erum að dunda okkur við það að skapa okkar eigin hefðir í bland við að halda í hefðir sem við erum alin upp við.
Frá því að við bjuggum í DK höfum við haft þá hefð að opna jólakortin síðasta kvöld fyrir jól sem við erum heima (í Dk var það 22.des) eða á Þorláksmessukvöld eftir að við erum búin að kíkja í miðborgina og fá smá jólastemmara beint í æð.
Reyndar þá er Þorláksmessan eini dagurinn þar sem við erum með margar hefðir í gangi…
- Við byrjum á því að fara í kaffi til Sigurborgar langömmu þar sem allir hennar afkomendur hittast.
- Svo er það Þorláksmessupizzan (frá LS) áður en haldið er niður í miðbæ Rvk
- Miðbærinn, tekinn eins og einn Laugari og smá Bankastræti og Skólavörðustígur í bland 😉
- Þegar heim er komið er það svo heitt kakó/kaffi, smákökur(piparkökur) og jólakortalestur.
- Svo má klára að laga jólatréið en yfirleitt er það nú búið áður en haldið er til Sigurborgar 🙂
Mér finnst þetta ferlega notalegt 🙂 æðislegt að sjá öll þessi fallegu kort sem berast til okkar ásamt öllum fallegu myndunum sem leynast í kortunum af börnum/fjölskyldunum okkar 🙂
Gleðileg jól öll sömul 🙂
Gleðileg jól, vonandi hafi þið að notalegt yfir jólahátíðina. Þetta eru fínar hefðir sem þið hafið, líst sérstaklega vel á þessa þorlákspizzu.