Í vor var mér gefinn afleggjari af Nóvemberkaktusi í vinnunni… bjóst nú ekki alveg við því að mér tækist að halda honum á lífi enn einhvernvegin þá tókst mér að láta hann dafna og stækka þannig að e-ð gerði ég rétt 😉
Fyrir helgi sá ég svo nokkuð sem ég hafði enga trú á að myndi gerast… knúmpar byrjuðu að myndast! í dag eru svo nokkrir búnir að springa svona fallega út og fleiri búnir að myndast 🙂 þannig að í eldhúsglugganum mínum situr núna blómstrandi Nóvemberkaktus *mont* hingað til hefur mér tekist að drepa næstum allar plöntur sem ég hef átt tja fyrir utan AloeVera plöntuna en hún er sú eina sem mér hefur tekist að halda á lífi alveg síðan við fluttum hingað í H14 sem þýðir að hún hefur lifað hjá mér í rúm 2 ár *Haha*
Veiii, nú ertu búin að sýna frammá að þú getir haldið blómi lifandi, þá geturu fengið þér hund ! ;o)
ík hundar eru leiðinlegir og ég er með ofnæmi fyrir hundum :-p
Noh dugleg stelpa. Kannski ég geti svo fengið afleggjara hjá þér?
Nauhj! Til hamingju með afrekið. Ég er ekki enn búin að ná þessum árangri. Þegar ég keypti mér jólarós í IKEA var ég skíthrædd um að blómabændur myndu veitast að mér og segja að ég væri á svörtum lista. Núna, tveimur vikum seinna er hún líka búin að missa öll grænu blöðin sín, samt hef ég vökvað hana… öðru hvoru :o/ Ég ætti að skammast mín
Sko mína – bara komin með græna fingur!