fyndið hvað er farin að vera mikil umræða á netinu um þessar svokölluðu INTERNETLÖGGUR, það er reyndar bara ein sem er mest áberandi og er hún sú sem ég tel að hafi verið dáldið stór partur af því hversvegna Diljá tók sína færslu um “afhverju samkynhneigt fólk skal velja X-D” eða what ever…
Persónulega finnst mér þetta vera mjög leiðinlegt að það sé ekki lengur hægt að skrifa það sem manni sýnist á sínar eigin persónulegar blogg síður því að ég tel að þær séu aðeins að sýna fram á persónulega skoðun skriftunnar…
Ég er kannski skrítin en á maður virkilega að RITSKOÐA allt sem sagt er eingöngu vegna þess að það gæti sært einhvern sem maður veit engin deili á… halló?!? Ég er ekki tilbúin til þess… skrifa það sem ég vil skrifa hérna, ég ritskoða þó það sem ég veit að getur sært því að ég vil ekki særa þá sem eru mér kærir og ef svo er þá er það ekki af vilja gert. Ég reyndar skrifa ekkert hérna sem Á að særa einn né neinn…