Var nokkurnvegin fullkomin byrjun á jólajóla 🙂
Byrjuðum á því á laugardeginum að skella okkur í Kringluna og horfa á “Bergþórspabba” (Sveppa) kveikja á Kringlujólatréinu. Oliver var alveg í sæluvímu eftir það þar sem enginn annar en Stúfur Leppalúðason gekk beint upp að honum og heilsaði með handabandi (váv sko hann hitti STÚF jólasvein). Tengdó sóttu hann svo seinnipartinn þar sem hann ætlaði að kúra hjá þeim yfir nóttina.
Leið okkar skötuhjúanna lá hinsvegar á jólahlaðborð með vinnunni hans Leifs um kvöldið en Ása Júlía hélt hinu ömmu&afa settinu félagsskap. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir heldur miklum vonbrigðum með þetta jólahlaðborð sérstaklega þar sem við vorum á svo ÆÐISLEGU hlaðborði í fyrra á Óðinsvé. Það einhvernvegin gekk ekkert upp þarna.. fyrst var súpa, sem var btw rétt hlandvolg, svooooo köldu forréttirnir sem voru ágætir eða það sem ég fékk að smakka af þeim þar sem okkar borð var síðasta borðið til að fara á hlaðborðið þá var megnið BÚIÐ ss léleg áfyllingarþjónsta í gangi. jæja maður hélt allavegana í það að það væri gott kjöt á leiðinni í aðalrétt og forréttirnir hvorteð er bara “smakk” en neinei þótt það hafi átt að vera heitt og með svona hitara undir fötunum sem geymdi sósur, grænmeti og kartöflur þá var það allt KALT! allt!!!! maður hefði svosem fyrirgefið það að kjötið hafi verið farið að kólna en þá hefðu sósurnar (já 3 teg) átt að geta bætt það aðeins upp en nei… *dæs* eftirréttirnir voru ekki einusinni í lagi en ég nenni ekki að fara út í það – við Leifur vorum þó amk með góðan félagsskap í sessunautunum okkar og skemmtum okkur mjög vel (þótt að hluti brandaranna hafi verið “hey eigum við ekki bara að skreppa á Hlölla?”).
Sunnudagurinn byrjaði með heimsókn í Ljósið þar sem var haldin handverkssala – þvílíkur fjöldi!!! maður ætlaði varla að komast inn og svo flaut maður eiginlega bara um með straumnum en því miður náði maður ekki að skoða nærri því allt þar sem það var svo mikið af fólki. Ég náði samt að fara nokkra hringi og notaði tækifærið þegar fækkaði aðeins að fara annan og þarna var fullt af fallegu handverki. Mér skilst á pabba að salan hafi verið framar vonum og mér finnst það æðislegt 🙂 Við hittum Ingu tengdó í Ljósinu en hún kom þangað með Oliver og náði hún í eitthvað smotterí af tálgeríinu hans pabba (sem seldist upp!)
Úr Ljósinu héldum við í árlegt jólaboð hjá deildarstjóranum hans Leifs 🙂 Þau fjölskyldan halda alltaf boð fyrsta í aðventu og bjóða þau m.a. öllum á deildinni hans Leifs 🙂 Alltaf gaman að kíkja þangað og komast í smá jólastemningu, skemmir ekki að frúin hans er dönsk og það eru alltaf nýjar “eplaskífur” í boði sem eru algert sælgæti (og svo tonn af konfekti sem þau/hún hafa verið að föndra) og ekta jólaglögg líka 🙂 Því hefur m.a. verið fleygt að í síðasta jólaboði hafi hann sett e-ð í glöggið þannig að 9 mán síðar missti hann 2 starfsmenn samtímis í fæðingarorlof…
Seinniparturinn fór svo í að dúllerast í að föndra aðventukransinn okkar 🙂 Oliver fylgdist spenntur með á meðan við klipptum og vöfðum grenið … gafst e-ð upp á okkur en fannst alveg frábært þegar við kveiktum á Spádómskertinu áður en hann fór að sofa 🙂
Yndisleg helgi og kom manni í ekta svona jólajóla stuð 🙂
bakaði líka fyrstu smákökusortina í dag 🙂 þetta er allt að koma 🙂