Við fórum í sumarbústað með systkinum Leifs og co um daginn… Áttum ferlega notalega helgi í Vaðnesi.
Það var mikið hlegið, étið, spilað og prjónað og auðvitað kjaftað slatta líka 😉
Tobbi sýndi sína einstöku hæfileika í hamborgaragerð og sá til þess að allir voru við það að springa af ofáti eftir 1 eða tæplega 1 stk af Tobbaborgurum á föstudagskvöldinu. Strákarnir gerðu svo vellukkaða tilraun á laugardeginum í að grilla heilt læri saman á furðulegu grilli sem staðsett er í bústaðnum. Það er óhætt að segja að enginn hafi farið svangur heim enda eins og okkar var von og vísa til þá var þarna alltof mikill matur (já og þótt ótrúlegt megi virðast þá fórum við líka heim með helling af nammi :P)
Potturinn var nú ekki mikið heimsóttur enda frekar mikið kalt úti en þau alsprækustu kíktu í hann eftir slatta maus í að koma vatni í hann þar sem hann ætlaði aldrei að fyllast þökk sé litlum fingrum sem ákváðu reglulega að skrúfa fyrir 🙂
Ég er að vinna í því að setja e-ð af myndunum inn á Flickr 🙂
Oliver að spila Jenga