Ég mætti í síðasta tímann í prjónanámskeiðinu í kvöld – kláraði peysuna sl föstudag að mestu.. átti bara eftir að sauma upp, klippa, hekla kanntinn og festa rennilásinn í þegar ég mætti… þegar ég fór heim þá átti ég bara eftir að festa rennilásinn og sauma hann í 🙂
Er MJÖG sátt við hvernig peysan kemur út, gerði nefnilega pínu breytingu frá uppskriftinni en hún átti að vera heil en ég ákv. að hafa hana rennda, keypti mér svartan rennilás og ákv. að hekla kanntinn með svörtu sem er í kraganum og stroffinu og fá þannig smá tengingu þar á milli líka.
Hlakka til að geta montað mig hér með mynd fljótlega 😛
Hlakka til að sjá mynd ! Já eða bara að sjá hana í alvörunni 😀
glæsilegt 😉 hlakka til að sjá mynd