ég er ferlega pirruð út í sjálfa mig eða kannski ekki beint sjálfa mig. Eftir síðustu brjóstagjöf er ég búin að vera svo kvekt að ég er búin að vera að passa mig svoooo að fá ekki stíflur. Finnst eins og ég sé að gera “allt” sem ég get til þess að lenda ekki í þessum pakka á ný.
Síðdegis á mánudaginn þegar ég var að laga mig eftir að hafa gefið ÁJ að drekka fann ég að ég var e-ð aum í vesenis brjóstinu og viti menn eftir smá tékk fann ég “ber” sem var greinileg sýking, eldrauð og helaum viðkomu. Hringdi beinustuleið upp á LSH og fékk að tala við ljósmóður sem sagði mér að koma til þeirra svo þær gætu kíkt á þetta, sem ég gerði.
Eftir smá spjall þá kallaði hún á lækni sem vildi endilega stinga á og draga út gröft *jummy* og vonandi gæti hún náð smá til að senda í ræktun – efast um að nokkuð komi út úr því samt, held að e-ð hafi verið sent í ræktun síðast og ekkert komið út úr því. Ég er semsagt komin á sýklalyfjaskammt nr 2 á þessari brjóstagjöf.
Fór svo í gær og hitti hana Önnu Láru brjóstagj.ráðgjafa – vildi að “pro” ljósm. liti á þetta þar sem ég var svo svakalega aum í brjóstinu þegar ég vaknaði. Talaði við hana um morguninn en hitti hana eftir hád. og í millitíðinni hafði hún talað við Katrínu brjóstagj.ráðgjafa um mig m.a. og alltaf er jafn gaman að vera svona “tilfelli” þar sem þær eru búnar að eigna sér mig *hahaha* Katrín hafði nefnilega vísað í mig sem “ekki þó hún Dagný okkar”. Ég ætla að hitta Katrínu á morgun til að taka ákvörðun um hvort ég þurfi að taka 5d sýklal.skammt til viðbótar.
ooo þetta er svooooooooo skemmtilegt! Ég get þó verið ánægð með það að þessi tími gengur mun betur en síðast… ÁJ er nú þegar búin að fá brjóstamj. 7v lengur en Oliver 🙂
OOOOGGG þökk sé þessu veseni þá asnaðist ég til þess að lesa yfir vesenið mitt síðan síðast í heild sinni og er svo þakklát sjálfri mér að hafa skrifað mig í gegnum þetta 😉 Ég veit að núna er þetta tilfallandi og ég er líka miklu sterkari eftir þetta allt saman. Eitt til sönnunar þess er að ég hafði STRAX samband og ég fæ þjónustu STRAX og það er e-ð gert í málunum STRAX, ekkert bíða og sjá til dæmi… og annað ég fæ líka að heyra að ástæða þess að eitthvað er gert STRAX er alltaf með þessari setningu: “í ljósi þinnar sögu þá er…” 😉
Tengdar færslur:
Tíminn líður: 29.08.2009
Tilkynningarskyldan: 13.09.2007
Spennufall: 11.09.2007
Uppgjör: 07.07.2007
Góðar fréttir: 06.07.2007
Læknisheimsókn: 05.07.2007
Halló: 21.06.2007
Áfangi!: 11.06.2007
Loksins!!!: 31.05.2007