ég skráði mig á námskeið hjá SFR sem heitir “Lærðu að prjóna lopapeysu” og fór í fyrsta tímann síðasta miðvikudag. Þetta er ágætis námskeið þar sem okkur eru kennd ýmis undirstöðuatriði og svo hvernig á að lesa úr uppskrift og svo auðvitað frágangur í lokin (hey ég er bara búin að mæta 1x af 4 😀 ). Ég er semsgat að prjóna mér lopapeysu og litirnir sem ég er að nota í hana eru hérna á myndinni. Ég þurfti líka að kaupa mér prjóna fyrir þessa peysu þar sem hún er prjónuð á stærri prjóna en ég hef verið að nota þannig að ég ákvað að splæsa á mig svaka fínu prjónasetti sem heitir Knitpro, eða ég keypti lítið sett og svo auka odd í þeirri stærð sem ég þarf fyrir peysuna.
Þetta er amk voða spennó og ég er strax búin að læra 2 atriði sem koma sér vel… eitt heitir Silfurfit og er víst sú uppfitjun sem henntar best í lopapeysuprjón og hitt atriðið er að ég prjóna víst “rétta” brugna lykkju sem er víst gasalega flott *hahaha*