það er ferlega skrítið að gera þessa dagana… ekki brjálað en alveg nóg… alltaf eitthvað að gera…
Annars þá var ég að finna alveg heilan helling af eldgömlum myndum, myndum síðan í skólaferðalögum í barnaskóla… sófar hef ég náð að þekkja Sirrý á einni mynd og svo Evu Hlín og Elfu systur hennar á annarri, reyndar er ég þar líka 😛
það er ekkert smá gaman að fara í gegnum svona myndaseríur 🙂 Svo var ég að fá í hendurnar alla seríuna af myndum eins og þessi sem ég peistaði inn hérna að neðan… alveg 12-18 myndir 🙂 og svo af mér síðan ég var svona 10-11 ára og svo fermingarmyndaserían öll… alveg yndislegt að skoða þessar myndir… ég var nefnilega svo heppin að ég leit ekki út eins og hálfviti þegar ég fermdist… þ.e. í einhverri axlapúðatísku og með perm or what ever… heldur var mín í drakt og með slöngulokka og svona gaman gaman 🙂 ég er allavegana enn sátt við þetta… reyndar var eitthvað snúnigs rugl framan á blússunni but what the hell… skiptir ekki máli!!! Svo eru ýmsar myndir þarna.. mér leið eins og ég hefði verið að finna gull í gærkveldi þegar ég fann þetta.. algert æði!! ég er soddan myndafrík… verst að ég skuli ekki vera komin með albúmið mitt, EN það kemur von bráðar… Axelíusinn minn lofaði því 🙂
back to work!!!