Á meðan ég var ólétt tók ég upp á því að fara að prjóna… hef jú alveg prjónað húfur, trefla og e-ð svona smotterísdót í gegnum tíðina…
Ég er ferlega ánægð með afraksturinn þótt ég segi sjálf frá 😛 prjónaði þessa ágætu peysu á Oliver sem er reyndar vel stór á hann enda uppskriftin á 3 ára, er langt komin með eins peysu á Ásu bara í öðrum litum eins og gefur að skilja en svo var aðal verkefnið (að mínu mati amk) kjóll sem ég prjónaði á Ásu Júlíu til að vera í í skírnarveislunni 🙂 með einhverju svona gatamunstursdúlleríi 🙂
pabbi útbjó þessar flottu tölur á kjólinn, bara svo hann yrði nú að ÖLLU leiti föndraður
nærmynd af munstrinu á pilsinu
Þú ert svo myndarleg!