Það má segja að þessi helgi hafi verið annsi góð í ræktun stórfjölskyldutengslanna.
Á föstudaginn var sannkölluð Gleðistund í gangi um kvöldið þar sem barnabörn og barnabarnabörn Þuru ömmu og Steina afa hittust og áttu virkilega góðan tíma saman. Þetta er í 2 sinn sem við hittumst svona “án foreldra” og ég vona að þetta eigi ekki eftir að detta upp fyrir 🙂 Við erum frekar stór hópur þannig að það dugir ekkert annað en að redda sal út í bæ undir hersinguna 😉
Það var ágætis mæting í þetta sinn og virkilega gaman að þetta hafi verið á þeim tíma sem Linda frænka var á landinu, vantaði bara Stebba (Berlín), Kalla og JR (Texas) 🙂 Við ákváðum að taka skvísuna með en Oliver fékk að vera í dekri hjá ömmu og afa á meðan og segja má að hún hafi verið annsi vinsæl 😉
Leifur kom með dálítið fyndna fyrirspurn þarna um kvöldið… “hverjir eru EKKI börn/tengdabörn/barnabörn Stellu?” eða hún er kannski ekki beint fyndin en ó svo rétt þar sem Stella frænka á jú langflesta afkomendur af systkinum pabba, hún eignaðist 11 börn og ég hef ekki tölu á barnabörnunum hennar 🙂 en ég held að hún hafi átt alveg rúmlega helminginn af fólkinu sem mætti. Það var semsagt auðveldara að benda á fólkið sem Stella átti ekki og segja til hverjir væru hvað og frá hvaða systkini.
Í gær var svo Kaldalsættarmót 🙂 Þar var enn betri mæting (vantaði bara örfáa) og mikið spjallað og fræðst um Kaldals systkinin (afi Leifs og systkini hans) og foreldra þeirra. Oliver og Hrafn Ingi nutu sín til hins ýtrasta að leika saman með NÓG af plássi! enda var þetta haldið í Frostaskjóli.
Það er samt eitthvað við það að hitta fólk sem maður þekkir lítið sem ekkert, maður grúbbar sig einhvernvegin með sínum “ættlegg” og er bara þar, er bara í sínu “safe zone” 🙂 Spurning hvort þarna þyrfti að vera líka “foreldralaus” hittingur til þess að neyða yngra fólkið til að kynnast *hehe* ekki það að maður þekkir annsi vel barnabarnahópinn beggja vegna hjá mér.
Allavegna virkilega notaleg og fjölskylduvæn helgi 🙂