og daman að verða 2 vikna á morgun 🙂 ótrúlegt!
Við skelltum okkur í fyrsta göngutúrinn í vagninum í dag og það var stoltur stóri bróðir sem fékk að ýta vagninum á tímabili 🙂 Daman var barasta frekar sátt við vagninn þar sem hún bara steinsvaf allan tímann 🙂
Annars þá er allt bara ágætt að frétta af okkur. Halla ljósmóðir kom í síðasta skiptið til okkar sl sunnudag. Hún er búin að passa alveg afskaplega vel upp á mig og er ég henni endalaust þakklát fyrir það.
Ég hitti Katrínu brjóstagj. ráðgjafa á föstud. fyrir viku (sama dag og daman fór í 5d skoðunina). Vildi aðeins fá ráðleggingar hjá henni og láta hana skoða sár sem daman var búin að búa til. Fyndið hversu ólík þessi heimsókn var fyrstu heimsókninni síðast, vægast sagt ALLT öðruvísi. Kannski af því að Leifur var með mér og ég tilbúin með mína brynju. En Katrín sagði allavegana barasta allt fínt, ráðlagði mér aðeins með sárin og fann út að einn mjólkurgangurinn er óvirkur og er bara að rýrna og er þar af leiðandi ekkert fyrir né mun hann verða til vandræða. Þannig að þar er einu færra atriði til að stressa sig yfir þar sem þessi gangur er undir stóra örinu eftir sýkingarnar síðast og ég var búin að kvíða örlítið að skurðirnir yrðu til vandræða eða réttara sagt örvefirnir sem myndast þar undir. Við ákváðum svo að vera í símasambandi eftir helgina.
Reyndar þá tók ég eftir því á sunnudeginum rétt áður en Halla kom að svona “fallegur” rauður blettur (frekar stór, ca 3x3cm) var farinn að myndast á vesenis brjóstinu 🙁 Eftir smá spjall við Höllu ákváðum við að ráðfæra okkur við vakthafandi lækni upp á kvennadeild og hún (læknirinn) vildi, í ljósi minnar sögu, skella mér strax á sýklalyf sem ég tók í 5d, roðinn hvarf rúmlega sólarhring eftir að ég byrjaði að taka inn lyfin þannig að engin vandræði urðu þar.
Við erum svo öll frekar spennt að fá heimsókn frá hjúkkunni hérna úr Hg. Efstaleiti á þriðjudaginn þar sem þá fáum við að vita hvort daman sé ekki örugglega að þyngjast 🙂
Litla daman er svo mikið yndi 😉 Gullfalleg og svo róleg og góð – heillaði mig alveg uppúr skónum :Þ