Það er víst hægt að segja að afmælisdagurinn sé kominn og farinn og degi betur 😉 Ég átti frekar notalegan dag 🙂
Oliver hafði fengið að gista hjá mömmu og pabba þar sem ég átti pantaðan tíma í nudd snemma morguns og þau vildu ekki að ég væri að keyra fram og til baka (nuddarinn er í Kópavoginum) í einhverju stressi svona snemma 😉
Eftir að hafa verið stungin, toguð og teygð fór ég til þeirra og átti ferlega notalegan dagspart og Olli polli kom syngjandi afmælissönginn með ömmu sinni með köku 🙂 Seinni partinn kíktu tengdó & Sigurborg í heimsókn með blóm og köku (dekraða ólétta afmælisbarn – allir að baka fyrir mann þar sem bakaraofnnn hjá mér er í frekar óhenntugri hæð *híhí*) og einnig kíktu Jökull & Inga með pakka frá vinunum (takk æðislega fyrir mig).
Við turtildúfurnar kíktum svo út að borða á Austur Indíafélagið í tilefni dagsins (hah, og gerðum tilraunir með “sterkan” mat), fékk alveg ótrúlega góðan rétt þar sem mig langar eiginlega bara í helst núna aftur 🙂
Æskuvinkonurnar (og Freyr) tilkynntu svo innrás seinna um kvöldið og sat ég því með bestu vinkonunum, Leifi mínum & Frey (hvað var vinnan samt að þvælast fyrir einni þeirra þannig að hún komst ekki með *piff*) að spjalla um allt og ekkert fram eftir kvöldi 🙂
Átti semsagt alveg drauma óplanaðan afmælisdag að mínu mati 🙂 Sérstaklega í ljósi þess að ég þorði með engu að reyna að plana e-ð meira þar sem orkan er frekar takmörkuð þessa dagana.
Takk kærlega fyrir mig allir sem áttu þátt í að gera þrítugsafmælið eftirminnilegt! sama í hvaða formi það var 🙂
Já þetta var svo notalegt að hittast svona óvænt og spjalla og eyða afmæliskvöldinu með þér – mér fannst þetta æði 🙂
til hamingju með daginn (aftur), ég hefði verið svo til í að koma og knúsa þig til hamingju með daginn en já vinnan var að þvælast fyrir mér
Innilegar hamingjuóskir með þrítugsafmælið fyrir 2 dögum ;0)
Til hamingju með daginn um daginn, hehe 😉 Var búin að óska þér til hamingju á fb en vildi samt gera það hér líka. Gaman að heyra hvað dagurinn var góður!
Gangi þér nú vel í átökunum sem eru framundan!