Loksins rann dagurinn upp 😉 Gunnar og Eva giftu sig sem sagt síðastliðinn laugardag þann 18.júlí.
Athöfnin sjálf var í Lágafellskirkju og sá sr Hjörtur Magni um að gefa þau saman og Þorvaldur vinur þeirra úr MS sá um sönginn í kirkjunni. Falleg athöfn og glæsilegt par á ferðinni þarna 😀
Veislan var líka alveg stórkostleg. Þau fengu sal í Orkugarði (salur í húsinu þar sem tengdó vinna) og segja má að hún hafi líka heppnast alveg ótrúlega vel. Ekki skemmdu myndböndin úr gæsuninni og steggjuninni fyrir heldur 😉 Ég hafði útbúið svokallaða “gæsunarbók” fyrir Evu með myndum frá deginum og svo höfðum við allar sem tókum þátt í gæsuninni skrifað kveðjur og óskir til hennar. Sigurborg, Arnbjörg og Halldóra tóku sig til og sungu fyrir þau 3 lög í veislunni og gerðu það líka alveg óaðfinnanlega, skemmtilegast var nú samt fyrsta lagið “Going to the chapel and we’re goooonaget married” – þær kynntu það sem lagið sem brúðurin hafði vaknað raulandi þá um morguninn 🙂 átti vel við! Bumbukrúttið var greinilega rosalega hrifið af söng þeirra frænkna sinna (hah þær eru allar skyldar bumbubúanum og Oliver þrátt fyrir að vera “aðeins” tengdar sín á milli en ekki allar frænkur 😉 ), ég hef aldrei fundið jafn miklar hreyfingar á stuttum tíma og á meðan þær voru að syngja. Krílið hefur aldrei sýnt svona mikil viðbrögð við tónlist yfir höfuð 🙂 gaman að þessu 🙂
Þau fengu ljósmyndara til að vera með þeim í gegnum athöfnina, flækjast um borgina í myndatöku og vera svo í svolítinn tíma í veislunni og sjá til þess að veislan væri líka mynduð að einhverju leiti. Ég efa það ekki að þau fái góðar myndir frá honum þar sem þessi sami ljósmyndari sá um myndatökuna hjá Jökli og Ingu í þeirra brúðkaupi og þær eru svoddan SNILLD.
Þetta var með öllu rosalega vel heppnaður dagur/kvöld hjá þeim og það er líka alveg á tæru að þau eiga marga góða að sem voru boðin og búin til þess að leggja sitt af mörkunum svo að dagurinn verði þeim ógleymanlegur.
Takk fyrir okkur Gunnar & Eva!